UM LISTINA OG LISTAKONUNA

LISTIN

„ Þá sagði Guð: Verði ljós. Og þá varð ljós. Og Guð sá að ljósið varð gott; og Guð greindi ljósið frá myrkrinu“, (Fyrsta bók Móse). Ljósið hefur alltaf verið tákn æðri máttarvalda, fegurðar og hreinleika, það vekur lotningu. Skynjun ljóssins er ekki einungis háð hugarástandi þess sem það nemur, heldur einnig ljósgjafanum og því efni, sem ljósið fer um áður en það nær til augans. Glerlistamaðurinn getur þannig notfært sér síbreytileika dagsljóssins og leik þess á ferð sinni í gegnum steint gler til þess að skapa lifandi listaverk. Finna má skrif um steinda glugga í ritum kirkjufeðra frá fyrstu öldum kristni í Rómarríki, en þekktari eru steindir gluggar í miðaldakirkjum Evrópu.

 


AÐFERÐIN

 

Tæknin hefur í megindráttum haldist óbreytt frá því að munkurinn Theophilus, sem uppi var á 12. öld, lýsti aðferðum glerlistar í bók sinni Schedula diversarum artium. Fyrst er það skissan, útfærð í fullri stærð, síðan ákveðnar skurðlínur og samskeyti, Síðan er glerið skorið. Við samsetningu eru oftast  notaðar blýlengjur til að tengja saman hið skorna gler, en einnig má líma koparþinnur á brúnir glersins, sem síðan eru lóðaðar saman með tinblöndu. Þá aðferð notar Ingunn aðallega við gerð mynda sinna.

LISTAMAÐURINN

Ingunn Ósk Benediktsdóttir hefur starfað um árabil við gerð glerlistaverka.  Ingunn er gift Högna Óskarsyni, geðlækni.  Þau eiga tvö börn – Guðrúnu Högnadóttur, framkvæmdastjóra og Þorberg Högnason, lækni.  Guðrún er gift Kristni Tryggva Gunnarssyni, ráðgjafa og eiga þau tvær dætur – Kristjönu Ósk Kristinsdóttur, heilbrigðisverkfræðing og Ingunni Önnu Kristinsdóttur, viðskiptafræðing. 

MENNTUN

1964: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík.
1965: Kennarapróf frá Kennarskóla Íslands.
1972-74: Nám til BA-náms í frönsku við Háskóla Íslands.
1977: University of Rochester, New York , MA próf í frönsku og málvísindum.
1978-80: Studio Arc en Ciel, New York. Nám í glerskurðarlist.
1978-80: Parson School of Design, New York. Nám í teiknilist.
1982: Háskóli Íslands, próf í uppeldis-og kennslufræðum.

STÖRF

Rekstur eigin vinnustofu í glerlist frá 1980.

Yogakennsla frá 1992.

Starfslaun listamanna 1991.

Kennari við Fjölbrautarskóla Ármúla 1982-86.

Kennari við grunnskóla Kópavogs 1980-82.

Kennari við grunnskóla Kópavogs 1966-72.

 

Meðlimur í SÍM – Samband íslenskra myndlistamanna

EINKASÝNINGAR

1996: Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykjavíkur.

1987: Gallerie du Vitrail, Chartres, Frakklandi.

1983: Norræna húsið, Reykjavík.

SAMSÝNINGAR

1998: Seltjarnarneskirkja, samsýning um kirkjulist.

1998: Samsýning á vegum Seltjarnarnesbæjar og norrænna vinabæja.

1996: Seltjarnarneskirkja, samsýning um kirkjulist.

1991: Perlan, Reykjavík. Sýning sex íslenskra listamanna við opnun Perlunnar.

1987: Gallerie des Beaux Arts, Bordeaux, Frakklandi. Samsýning íslenskra listamanna.

1985: Norræna húsið, Reykjavík. “Nordisk Glas”, norræn samsýning.

1979-80: Samsýningar í Bandaríkjunum.

UMSAGNIR Í BÓKUM

1988: Le Guide de l´Islande

VERK Í OPINBERRI EIGU

2006:   Seltjarnarneskirkja

2000:   Landspítalinn, Fossvogi, kapella. “Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni”.

1999:   Flugmálastjórn Íslands, höfuðstöðvar, Reykjavík, nú Isavia

1998:   International Civic Aviation Organization (ICAO), í höfuðstöðvum samtakanna  í Montreal, Kanada, “Winged World”.                                  

1998:   Valhúsaskóli, Seltjarnarnesi. “Lífsleikni”.

1998:   Strong Memorial Hospital, University of Rochester, Rochester, New York.

1997:   Kennaraháskóli Íslands, Fósturskóli. “Leikur að litum”.

1996:   Biskupsstofa, Reykjavík.

1996:   Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi. “Trú, von og kærleikur”.

1991:   Hitaveita Reykjavíkur, Perlunni. “Óður til þrautseigjunnar”.

1990:   Rauðakrosshúsið, Reykjavík. “Manneskjan er mesta undrið”.

1988:   Fjórðungssjúkrahúsið, Ísafirði. “Lífsins tré”.

VERK Í EINKAEIGN

1999:          Íslensk erfðagreining

1996:          Sláturfélag Suðurlands, höfuðstöðvar í Reykjavík

1995:          Flughótelið, Keflavík.

1990:          Dagblaðið Vísir.

1988:          Flugleiðir.

1987:          Gallerie du Vitrail, Chartres, Frakklandi

1979-2016: Fjöldi verka í einkaeigu, jafnt á Íslandi sem og austan hafs og vestan.

UMFJÖLLUN

Viðtöl og gagnrýni í blöðum og tímaritum frá 1980, t.d. 

 

1992: Hús og hýbýli.

1991: Morgunblaðið.

1990: Arkitektúr og skipulag.

1987: L´ Echo Republicain.

1987: La Republique Du Centre.

1987: Morgunblaðið

1983: Morgunblaðið.

1983: Helgarpósturinn.

UMSAGNIR Í BÓKUM

1988: Le Guide de l´Islande

ÞAKKIR

Hjartans þakkir til Högna fyrir hvatningu, innblástur og rýni.

Ástarþakkir til Gunnu minnar fyrir elju og snilld við vefsíðugerð.

Innilegar þakkir til Simon Vaughan fyrir einstakar ljósmyndir.