„Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8.12)
Þegar mér var faið að vinna þetta verk á haustdögum 1999 þá varð mér ljóst að töluverður vandi væri á höndum. Á bráðamóttöku sjúkrahússins er tekið á móti slösuðum og sjúkum, og er linun sársauka og þjáninga, af líkamlegum, tilfinningalegum og andlegum toga, daglegt hlutskipti þeirra er þar vinna. Þessi vettvangur reynir því mjög á sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Vandi minn mótaðist af þessu, því í kapellu sjúkrahússins leitar fólk sér hugkyrraðar og friðar, það leitar að ljósi í myrkri og sorg, að opna sér leið til huggunnar og nýrrar vonar.
Litir verksins í samspili sínu við birtu dags og nætur eru hefðbundnir. Í innra form verksins má finna hringinn, tákn eilífðar, og um leið sólar og ljóss. Krossinn yfir verkinu er úr tæru gleri; þannig horfir maður í gegnum tákn þjáninarinnar á ljósið, vonina.
Krossinn yfir verkinu er úr tæru gleri svo segja má að horft sé í gegnum tákn þjáningarinnar á ljósið og vonina. Krossinn er líka tákn uprisunnar.