FUGLAR HIMINSINS | SELTJARNARNESKIRKJA

Seltjarnarneskirkja
IMG_5177 copy FINAL
IMG_5158 copy BG
IMG_5175 copy BG
IMG_5209 MASK AND SKY JPEG
IMG_5209 copy MASK
IMG_5198
Seltjarnarneskirkja
SELTJARNARNESKIRKJA FUGLAR HIMINSINS

Gjöf Kvennfélagsins Seltjörn til Seltjarneskirkju.  

Um er að ræð þrjú verk í anddyri kirkjunnar – Fuglar himinsins, Krossinn, Fáeinir smáfiskar.

Helgun glerlistaverksins fór fram á Páskadag 2006.

 

 

Mattheusarguðspjall 6. 26

Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá;  eruð þér ekki miklu fremri en þeir?  

STAÐSETNING

Seltjarnarneskirkja

Ár

2006

FÁEINIR FISKAR | SELTJARNARNESKIRKJA

Seltjarnarneskirkja
IMG_5213 copy
IMG_5144 copy
IMG_5143 copy
IMG_5209 MASK AND SKY JPEG
IMG_5209 copy MASK
IMG_5184 copy
SELTJARARNESKIRKJA FÁEINIR SMÁFISKAR

Gjöf frá Kvennfélaginu Seltjörn til Seltjarneskirkju.  

Um er að ræð þrjú verk í anddyri kirkjunnar – Fuglar himinsins, Krossinn, Fáeinir smáfiskar.

Helgun glerlistaverksins fór fram á Páskadag 2006.

 

 

Markúsarguðspjall 7. 8-9

Þeir höfðu og fáeina smáfiska:  og er hann hafði blessað þá, bauð hann að einnig þá skyldi fram bera:  og þeir neyttu og urðu mettir. 

STAÐSETNING

Seltjarnarneskirkja

Ár

2006

KROSSINN | SELTJARNARNESKIRKJA

Seltjarnarneskirkja
IMG_5210 copy
IMG_5200 copy - Copy
IMG_5161 copy
IMG_5185 copy
IMG_5209 MASK AND SKY JPEG
IMG_5209 copy MASK
SELTJARNARNESKIRKJA KROSSINN

Gjöf frá Kvennfélaginu Seltjörn til Seltjarnarneskirju.  

Um er að ræða þrjú verk í anddyri kirkjunnar – Fuglar himinsins, Krossinn, Fáeinir smáfiskar.

Helgun glerlistaverksins fór fram á Páskadag 2006.

Krossinn –  

Krossinn er helgasta tákn kristninnar.  Samkvæmt íslensku Teiknibókinni í Árnasafni eftir Björn Th. Björnsson er krosinn „…sigurmark Guðs, lausnarmark manna.  Krossinn er ekki bara tákn, hann er líka mynd.  Mynd atburða sem veldur vatnaskilum í allri sögu manns og heims.  Píslartólið hræðilega, sem varð sigurtákn og miskunnar.“

STAÐSETNING

Seltjarnarneskirkja

Ár

2006

ÉG ER LJÓS HEIMSINS | BORGARSPÍTALINN

IMG_6974 copy
Borgarspítalinn 1 minni
ÉG ER LJÓS HEIMSINS BORGARSPÍTALINN

„Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.“ (Mark. 9 24)

„Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8.12)

Þegar mér var faið að vinna þetta verk á haustdögum 1999 þá varð mér ljóst að töluverður vandi væri á höndum.  Á bráðamóttöku sjúkrahússins er tekið á móti slösuðum og sjúkum, og er linun sársauka og þjáninga, af líkamlegum, tilfinningalegum og andlegum toga, daglegt hlutskipti þeirra er þar vinna.  Þessi vettvangur reynir því mjög á sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.  Vandi minn mótaðist af þessu, því í kapellu sjúkrahússins leitar fólk sér hugkyrraðar og friðar, það leitar að ljósi í myrkri og sorg, að opna sér leið til huggunnar og nýrrar vonar.

Litir verksins í samspili sínu við birtu dags og nætur eru hefðbundnir.  Í innra form verksins má finna hringinn, tákn eilífðar, og um leið sólar og ljóss.  Krossinn yfir verkinu er úr tæru gleri; þannig horfir maður í gegnum tákn þjáninarinnar á ljósið, vonina.

Krossinn yfir verkinu er úr tæru gleri svo segja má að horft sé í gegnum tákn þjáningarinnar á ljósið og vonina.  Krossinn er líka tákn uprisunnar.

STAÐSETNING

Borgarspítalinn

Ár

1999