WINGED WORLD | AÐALSTÖÐVAR ICAO
Verkið er gjöf Flugmálastjórnar til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) þegar stofnunin flutti í nýtt húsnæði í Montreal. Listaverkið minnir á oddaflug gæsa og álfta. Það er í fimm hlutum sem tákna heimsálfurnar fimm. Það endurspeglar hið alþjóðlega hlutverk ICAO og undirstrikar mikilvægt samstarf aðildarríkjanna. Í verkinu eru dökkleitir hringir sem tákna ratsjárgeisla. Íslensku fánalitirnir koma fram í verkinu og Ísland sker sig úr, staðsett í efsta hlutanum, gert úr hvítum bergkristal af Austfjörðum. Endurgerð verksins má sjá í aðalstöðvum Flugmálastjórnar á Íslandi.
Verkið er gert úr munnblásnu gleri, spegli, blýi og bergkristal.
STAÐSETNING
Aðalstöðvar ICAO, Montreal Kanada
Ár
1996