PERLAN ÓÐUR TIL ÞRAUTSEIGJUNNAR – V

Perlan 0
IMG_5221 copy DETAIL
IMG_5221 copy copy
Perlan 2
PERLAN ÓÐUR TIL ÞRAUTSEIGJUNNAR - FIMM

Hitaveita Reykjavíkur keypti verk Ingunnar við opnun Perlunnar árið 1991 í framhaldi af sýningunni „Summer Exhibit in the Winter Garden“. 

Um er að ræða sex hringlaga glerlistarverk úr munnblásnu gleri og upphleyptum andlitum dætranna.  Fyrst er andlitið mótað í leir og gler lagt ofan á hann, sem er síðan brætt í ofni. 

Hugmyndin var að fylla ekki upp í ferkantaðar rúður Perlunnar – í stað þess valdi Ingunn hringlaga form eilífðarinnar, Perlunnar og tankanna sjálfra.

Þemað í verkinu er byggt á grískri goðsögn um 50 dætur Danaos konungs.  Þeim var í refsingarskyni gert að bera vatn í fötum í botnlaust kerald.  Ingunn fangar vatnið og þrautseigjuna í listaverkunum sex.

 

STAÐSETNING

Perlan

Ár

1991